thaiiceland webs

- Our Blog

Go back to Blog-page
Autor:

thaiiceland


wrote on:

2015-12-27 03:21:00

Hugleiðingar um stjórnmál.
Maður hefur lítið vit á stjórnmálum. En samt finnst manni samt alltaf að þeir sem eru við stjórn, séu alltaf að gera eitthvað öfugt við það sem maður ætlaði að kjósa. Þá skiptir ekki megin máli hvort þeir flokkar séu til hægri eða vinstri. Ég aðhillist þó frekar vinstri stefnu (jafnaðar), en hægri (skara að sér).
Maður hefur lítið vit á stjórnmálum. En samt finnst manni samt alltaf að þeir sem eru við stjórn, séu alltaf að gera eitthvað öfugt við það sem maður ætlaði að kjósa. Þá skiptir ekki megin máli hvort þeir flokkar séu til hægri eða vinstri. Ég aðhillist þó frekar vinstri stefnu (jafnaðar), en hægri (skara að sér). Ég hef oft verið að hugsa, af hverju staðan á Íslandi sé ennn (og reyndar allstaðar annarstaðar líka), að ríkir verða altaf ríkari á kostnað allra annarra. Það hlítur auðvitað að vera stefna allra (eða þeirra 90-95% sem eru ekki í hópi forréttindahópa), að jafna þessa stöðu. Samt virðist það vera þannig að flestir í þessum hópi, kjósi alltaf yfir sig það sama (eða nánast sama), skítin eftir hverjar einustu kosningar. Og þó ótrúlegt sé að þá er það stundum meðvitað, þar sem fólk er að kjósa þá flokka sem gefa út á það að vera hagsmunahópar fyrir ójöfnuði. Hinir sem reyna þó að kjósa flokka sem gefa sig út að vera flokkar jöfnunar og jafnréttis, fá síðan oft blauta tusku í andlitið, þegar þeir flokkar komast til valda (ég held þó að einhver munur sé á, þó hann sé ekki mikill). Þá kemur að megintilgangi þessara skrifa. Tækninni hefur flogið framm undanfarin ár og áratugi. Það má segja að fyrir um hundrað árum að þá var ekki hægt að framfylgja líðræðinu á annan hátt, en að kjósa einhvern fámennan hóp til að sjá um lýðræðið fyrir okkur. Þá var ekkert internet og ekkert sem heitir rafrænt fyrirkomulag. En nú er staðan önnur. Yfir 97% þjóðarinnar skiluðu skattaskýrslunni rafrænt á síðasta ári. Fyrir ekki svo mörgum árum, að þá var bara ekki hægt að skila henni (eða nokkru öðru), rafrænt. Af hverju er ekki hægt að láta þjóðina hafa meiri áhrif á þjóðmálin á sama hátt. Sennilega að því að þá missa þessir aðilar sem vilja ráða öllu, eitthvað af sínum völdum, og það má auðvitað ekki. Við meigum auðvitað ekki kjósa neitt, nema þá sjálfa til að sjá um þetta allt "fyrir okkur". Tæknin býður upp á að þessu verði breytt. Við eigum að eiga heimtingu á að geta átt meiri áhrif á hvernig mál fara á alþyngi. Það er stöðugt verið að mata okkur í fréttum, að í hinum og þessum skoðanakönnunum séu hinar og þessar niðurstöður. Yfirleitt mælist ekki mikill munur á niðurstöðum, eftir hvaðan kannanirnar eru gerðar. Það væri sjálfsagt hægt og sennilega tiltöluleg einfalt, að bjóða okkur að hafa áhrif á einhver mál á alþingi, með einhverskonar skoðannakönnunum, og þá sjálfsagt með þeim upplýsingum sem þarf til að gefa sér rétta niðurstöðu. Það væri hægt að búa til úrtak úr þjóðskrá, sem endurspeglaði fólkið í landinu (það er að segja þá sem eru þá komnir með kosningaaldur), og fá það til að gefa álit sitt á einhverjum málum alþyngis, og að sú niðurstaða hefði eitthvað vægi við endanlega niðurstöðu. Mér finnst í raun löngu komin tími á að fara að gera einhverjar tilraunir með svona. Og kannski verður eftir nokkur ár hægt að fá 97% þjóðarinnar til að kjósa um niðurstöðu, flestra ágreiningsefna á alþyngi. Eins væri hægur vandi að skipta þessu "silfurskeiðafólki" á alþyngi út, og bara búa hreinlega til "úrtak úr þjóðskrá" til að bjóða setu á alþyngi. Þar yrði þó að vanda betur valið, því einhverjar reglur þyrfti að hafa á því úrtaki (sjálfsagt mundu menn t.d. ekki vilja fá síafbrotamenn á þing). Maður gæti hugsað sér að fyrst mundi vera ákveðin prósenta þingmanna valdir á þennan hátt og síðan smátt og smátt aukið í, þar til menn væru sáttir (hvort heldur að það væri 25%, 50% eða 100% þingmanna, valdir á þann hátt). Ég get ekki ýmindað mér að út úr því gæti komið eitthvað verra en það sem við erum alltaf með eftir hverjar kosningar núna. Takk fyrir að lesa. Kjarri - thaiiceland

© thaiiceland - webs