thaiiceland webs

- Our Blog

Go back to Blog-page
Autor:

thaiiceland


wrote on:

2015-07-31 03:46:00

Að setja upp Linux á tölvu sem er með Windows 8.1
Nú eru orðin nokkur ár síðan ég fór að nota Linux. Upphaflega vildi ég bara prufa en endirinn varð nú sá að Linux er það er það stýrikerfi sem ég nota hvað mest. Nú í vor keypti ég mér svo nýja fartölvu. Þetta er fín og falleg vél, en er með Windows 8.1, sem er held ég það leiðinlegasta stýrikerfi sem ég hef nokkrusinni notað (og ég byrjaði á að nota MS-DOS þegar það kom fyrst). Vegna þess hve leiðinlegt stýrikerfið er, hef ég lítið notað farvélina og oftast endað á að nota borðtölvuna heima. Ég sá á endanum að þetta gæti ekki gengið og ákvað að setja upp Linux á farvélina
Nú eru orðin nokkur ár síðan ég fór að nota Linux. Upphaflega vildi ég bara prufa en endirinn varð sá að það er það stýrikerfi sem ég nota hvað mest. Nú í vor keypti ég mér svo nýja fartölvu. Þetta er fín og falleg vél, en er með Windows 8.1, sem er held ég það leiðinlegasta stýrikerfi sem ég hef nokkrusinni notað (og ég byrjaði á að nota MS-DOS þegar það kom fyrst). Vegna þess hve leiðinlegt stýrikerfið er, hef ég lítið notað farvélina og oftast endað á að nota borðtölvuna heima. Ég sá á endanum að þetta gæti ekki gengið og ákvað að setja upp Linux á farvélina. Að setja upp Linux á nýjustu tölvurnar er ekki eins og á eldri vélum. Nú er þetta hefðbundna BIOS eiginlega farið (eða ekki svo auðvelt að nálgast það), og í staðin er komið UEFI (Unified Extensible Firmware Interface, UEFI). Það ásamt fleyru gæti gert uppsetninguna á Linux ívið flóknari, en reyndar gekk upsetningin mjög vel. Fyrir LinuxMint þarf maður að slökkva á "SecureBoot" áður en maður getur sett stýrikerfið upp. Ég lenti í einhverjum vandræðum í upphafi, því ég ættlaði að nota USB tengdan CD-spilara. Vélin vildi ekki starta sér upp þaðan. Þar sem ég átti ekki USB lykil, þá ættlaði ég að nota SD-kort og USB lesara. Það virkaði ekki heldur. Á endanum keypti ég mér USB-lykil og bjó til live-USB fyrir Linux-Mint og þá gekk þetta loksins upp. Það var tiltölulega lítið mál að setja upp Linux stýrikerfið, þó í uppsetnigu fann það ekki windows stýrikerfið. Þá þarf maður að passa upp á að uppsetningin "straui" ekki windowsið í burtu og maður velur annað en sjálfvirka uppsetningu, og þar velur maður hvaða partition maður ætlar að nota og allt það. Uppsetningin gekk sinn vanagang. Síðan þegar henni var lokið að þá prufaði ég að endurræsa vélinna. Þar kom valmynd þar sem hægt var að velja hvaða stýrikerfi ætti að opna. Fyrst prufaði ég Windows-ið þar sem ég vildi vita að það væri allt í lagi. Windows-ið opnaði og allt var eðlilegt þar. Þá endurræsti ég aftur og valdi svo Linux Mint í valmyndinni. Þá opnaðist Mint-ið og ég var komin í mitt upáhalds stýrikerfi. Sennilega líður einhver tími þar til ég opna Windows-ið aftur.

© thaiiceland - webs