thaiiceland webs

- Our Blog

Go back to Blog-page
Autor:

thaiiceland


wrote on:

2015-02-13 03:02:00

Um hvað lífið getur oft verið erfitt, en skondið..
Í dag fór ég á fund hjá Forever Living. Þar hitti ég mann sem er að byrja sín fyrstu skref sem sjálfstæður söluaðili hjá Forever Living. Við ræddum saman um heima og geyma og þar kom að talið barst í það að ég hafi átt heima í Thailandi í um átta ára skeið, og væri enn skráður í hjúskap við fyrrverandi konu mína, þó við hefðum lokið samvistum fyrir um níu árum síðan. Þegar til Íslands kom, fór ég til Sýslumans í Reykjavík og ættlaði nú að ganga frá þessu í eitt skipti fyrir öll. En allt á sama veg. Þó stæði skýrum stöfum í samkomulaginu frá dómstólum í Thailandi að við samþykktum bæði skilnað, að þá var það ekki nóg.
Í dag fór ég á fund hjá Forever Living. Þar hitti ég mann sem er að byrja sín fyrstu skref sem sjálfstæður söluaðili hjá Forever Living (í svipaðri stöðu og ég sjálfur). Við ræddum saman um heima og geyma og þar kom að talið barst í það að ég hafi átt heima í Thailandi í um átta ára skeið, og væri enn skráður í hjúskap við fyrrverandi konu mína, þó við hefðum lokið samvistum fyrir um níu árum síðan. Í framhaldi af þessu samtali ákvað ég að setja þetta hér niður, þar sem þrátt fyrir að þetta sé grafalvarlegt og valdi okkur töluverðum vandræðum, að þá er þetta líka mjög broslegt alltsaman. Það var fyrrihluta árs 2006 að fyrverandi hjónaband var komið í þrot. Við höfðum verið að fara í sitthvora áttina um langt skeið og það var komið allt of mikið gap á milli okkar. Gap sem ekki var brúað. Samt hafði aldrei komið í tal að slíta þessu. En þetta var ekki að ganga og það var bara spurning hvenær þetta mundi enda og á endanum fór svo að skilnaður var óumflýanlegur. Ég ættla ekki að fara út í ástæðurnar og deilurnar í skilnaðinum. Ef ég gerði það að þá væri ég auðvitað að skýra frá annarri hliðinni á því máli en ekki hinni og mér finnst það ekki rétt af mér, auk þess sem það væri mjög rang vegna barnanna okkar. Ég ættla hefja söguna frá samkomulagi sem við gerðum fyrir dómstólum í Surin í Thailandi. Eftir töluverð ósætti og stapp um skilnaðin var eina leiðin að leita á náðir dómstóla til að komast að niðurstöðu. Málið var að lokum tekið fyrir þann 24 apríl 2007 og þar komumst við að samkomulagi um meginatriði skilnaðarins. Bæði vorum við samþykk að skilja, og kemur fram á samkomulaginu að við ættlum ganga frá skilnaðinum á bæjarskrifstofum þar fyrir 4 mai sama ár. Hér kemur samkomulagið í heild sinni. Síðar kom í ljós að framkvæmdin var ekki svo einföld eins og hún leit út á pappírunum. Þegar við fórum á bæjarskrifstofuna og ættluðum endanlega að ganga frá þessu að þá kom babb í bátin. Starfsmenn bæjarskrifstofuna sögðust ekki meiga ganga frá þessu og sögðu að þar sem við stofnuðum til hjúskapar á Íslandi að þá yrði að ljúka hjúskapnum hjá stjórnvöldum á Íslandi. Jæja þá var ekkert annað en að hafa samband til Íslands og klára málið þar. En nei.... eftir að hafa haft samband hingað til Íslands að þá var mér tjáð að þar sem við vorum bæði í Thailandi að þá væri ekki hægt að ganga frá skilnaðinum á Íslandi nema við kæmum sérstaklega til Sýslumans til þess (flug til Íslands). Mér var tjáð að við ættum að geta gengið frá þessu hjá Thailenskum stjórnvöldum. Aftur var farið á bæjarskrifstofuna en við fengum bara sömu svör og síðast. Þá var talað við lögfræðing sem hafði samband einhverja aðalskrifstofu í Bangkok og fékk þau svör að þetta ÆTTI að vera hægt en yrði að fara í gegnum sömu bæjarskrifstofu sem við höfðum farið á (þar sem fyrrverandi kona mín var búsett). Þrátt fyrir þessi svör var ekki hægt að hagga starfsmönnunum á bæjarskrifstofuni sem sögðu þetta ekki hægt og yrði að gerast á Íslandi. Síðan var það í september sama ár sem ég kem til Íslands í skamman tíma. Fyrir þá ferð gerðum við annað samkomulag til að tryggja betur hugsanlega lausa enda í fyrra samkomulaginu (sjá hér). Þegar til Íslands kom, fór ég til Sýslumans í Reykjavík og ættlaði nú að ganga frá þessu í eitt skipti fyrir öll. En allt á sama veg. Þó stæði skýrum stöfum í samkomulaginu frá dómstólum í Thailandi að við samþykktum bæði skilnað, að þá var það ekki nóg. Til að ganga frá skilnaðinum að þá varð annaðhvort hún sjálf að koma eða aðili með umboð hennar, til sýslumans til að staðfesta það að hún samþykkti skilnaðin. Samningurinn frá Thailandi breytti þar engu um. Ég lét hinsvegar bóka að ég sótti eftir skilnaði og ættlaði svo að reyna að fá hana til að fá sér umboðsmann. Þegar út til Thailands var komið var maður aftur komin á byrjunarreit. Hún hafði ekkert samband við neinn á Íslandi og engin sem gæti verið umboðsmaður nema einhver í fjölskyldunni minni (sem Sýslumaður var ekkert allt of spenntur fyrir). Á endanum gafst maður bara upp. Eftir samkomulagið úti í Thailandi, þá hafði ég kynnst annarri konu. Það var óbeint þeirri fyrrverandi að þakka, þar sem hún hafði haldið eftir vegabréfum krakkanna og á meðan ég var að útvega neyðarvegabréf hjá Ræðismanni Íslands í Bangkok, að þá gisti ég hjá gömlum kunningja. Hann vildi endilega kynna mér fyrir konu sem hann þekkti og nú er sú kona núverandi sambýliskona mín. Nú fyrir tæpum þremur árum að þá ákváðum við heimkomu til Íslands. Við gengum frá ferðamannaáritun til Íslands fyrir sambýliskonu mína (tekur styttri tíma), og ættluðum síðan að ganga frá dvalarleyfi þegar til Íslands væri komið. Þegar til Íslands var komið, í september 2012 (5 daga ferðalag sem ég ættla að skrifa í öðrum pistli), að þá fór að vandast málið. Við gátum (og getum ekki enn), skráð okkur í sambúð. Vegna þess, að þá gat sambýliskona mín ekki fengið dvalarleyfi vegna sambúðar við Íslending, þrátt fyrir að við gátum sýnt fram á sambúð í meira en fimm ár (árið 2012). Eftir nokkurn tíma að reyna að finna lausn, kom Útlendingastofnun með þá tillögu um að eina leiðin væri að hún fengi dvalarleyfi út á dóttur okkar (sem er Íslenskur ríkisborgari). Útlendingastofnun skildi aðstæður okkar og reyndi að komast til móts við okkur. Við fluttum til Hafnar í Hornafirði og þá kom upp annað vandamál. Börn mín úr fyrra hjónabandi gátu ekki fengið skráð lögheimili á Íslandi. Til þess þurfti samþykki móður þeirra. Höfn er lítið bæjarfélag og þrátt fyrir þetta að þá fóru börnin í skóla. En þetta skapaði samt mikla óvissu, því á meðan börnin voru skráð með lögheimili í Thailandi að þá vissum við ekkert hvernig færi með öll þau réttindi sem við ættum rétt á. Hvað mundi gerast ef þær veiktust eða slösuðust? Hvað með alla aðra þjónustu? Eftir nokkra tölvupósta til Sjúkratrygginga, fékk ég loks tímabundna tryggingu í 20 mánuði á meðan hægt væri að koma lögheimilismálum í lag. Á síðasta ári var þeim svo fengið lögheimili á Íslandi með vísan í samkomulagið frá Thailandi. Auðvitað höfum við ekki fengið barnabætur með þeim frá því við fluttum til Íslands (en ættum sennilega að fá þær héðan af). Af skilnaðarmálinu er það að segja að ég fékk mér lögfræðin í janúar 2013 til að klára þetta mál. Eftir að hafa tekið á annað ár, kom í ljós að stefna sem send var til Thailands (til minar fyrrverandi), og átti að hafa verið send mjög tímanlega, barst of seint. Kvittað var fyrir móttöku stefnunar, tveim dögum of seint fyrir lágmark byrtingartíma stefnu. Málinu var vísað frá af þeim sökum. Og ennnnnnn og aftur er það komið á byrjunarreit, tæpum átta árum frá því samkomulagið var gert í Thailandi. Nú er lögfræðingurinn að undirbúa annað mál til að freystast til að ljúka þessu. En á meðan höldum við sambýliskona mín saman heimili. Hjá okkur búa dóttir okkar, og dætur mínar frá fyrra hjónabandi. Við eigum von á okkar öðru barni saman (eftir aðeins örfáa daga). Við erum samt ekki í sambúð. Við búum bara saman í "synd" eða eitthvað. Við getum ekki gift okkur, skráð okkur í sambúð eða nokkuð annað. Svo er annað... Hvernig væri fjölskildan stödd ef eitthvað kæmi fyrir fjölskylduföðurinn. Engin reiknar með að nokkuð gerist og það eru engar líkur á þvi. En maður verður samt að taka það með í reikningin og hvar væri fjölskyldan þá stödd??? Við höfum verið að spá í að fara í heimsókn til Thailands. Maður er samt smeikur þar sem ekkert er öruggt hjá okkur. Með því að fara úr landi, er maður þá ekki að taka áhættu varðandi börnin? Gæti kerfinu dottið eitthvað vandamál í hug? Er lögheimilisskráning barnana alveg örugg? Ég held að við "ættum" ekki að þurfra að hafa áhyggjur..... en eins og hlutirnir hafa gengið hingað til að þá er maður í raun alls ekki öruggur. Jæja læt þetta duga af þessu máli. Kveðja frá okkur thaiiceland fjölskyldunni.

© thaiiceland - webs