thaiiceland webs

- Our Blog

Go back to Blog-page
Autor:

thaiiceland


wrote on:

2015-08-15 08:07:00

Bangkok á Thailensku
Allir vita að höfuðborg Thailands heitir Bangkok. En það eru hinsvegar ekki margir sem vita að á Thailensku heitir borgin ekki Bangkok, heldur Krung Thep. Ekki nóg með það, heldur er Krung Thep bara stytting á miklu lengra nafni. Ég læt hér fylgja nafnið á höfuðborginni, skrifað með Thailensku letri. กรุงเทพมหานคร อมรรัตนโกสินทร์ มหินทรายุธยา มหาดิลกภพ นพรัตนราชธานีบูรีรมย์ อุดมราชนิเวศน์มหาสถาน อมรพิมานอวตารสถิต สักกะทัตติยวิษณุกรรมประสิทธิ์
Allir vita að höfuðborg Thailands heitir Bangkok. En það eru hinsvegar ekki margir sem vita að á Thailensku heitir borgin ekki Bangkok, heldur Krung Thep. Ekki nóg með það, heldur er Krung Thep bara stytting á miklu lengra nafni. Thailendingar kalla höfuðborgina sína Krung Thep, og það kemur fyrir (þó það sé reyndar ekki oft), að maður hittir einstaka fólk í sveitum landsins, sem hefur ekki hugmynd um hvað Bangkok er. Þó nafnið Krung Thep sé algengast í samtölum milli manna, að þá er opinberlega talað um Krung Thep Maha Nakhon. Samt er það líka stytting á miklu lengra nafni. Segjum svo að einhver Thailendingur sé staddur á lestarstöð og ættlaði að kaupa miða til Bangkok og hann mundi rumsa út úr sér öllu nafninu, að þá yrði það svona. Halló. Ég ættla að fá einn miða til - Krungthepmahanakhon Amonrattanakosin Mahintharayutthaya Mahadilokphop Noppharatratchathaniburirom Udomratchaniwetmahasathan Amonphimanawatansathit Sakkathattiyawitsanukamprasit Það sjá það allir að buna öllu þessu út úr sér í hvert sinn sem maður ættlaði til höfuðborgarinnar er bara meira en nóg fyrir flesta. þetta nafn er skráð í heimsmetabók Guinness sem lengsta staðarnafn í heiminum. Sé nafnið þýtt yfir á ensku mundi það vera svona City of angels, great city of immortals, magnificent city of the nine gems, seat of the king, city of royal palaces, home of gods incarnate, erected by Vishvakarman at Indra's behest. Það er til Thailenskt lag þar sem textinn er bara nafnið á höfuðborginni. Þetta lag er rúmar 6 mínutur á lengd og höfuðborgarnafnið endurtekið nokkrum sinnum í laginu (kannski um 6-7 sinnum, þó ég hafi ekki talið það). Enginn annar texti er í laginu, - bara nafnið á höfuðborginni. Hér er linkur á lagið inni á youtube https://www.youtube.com/watch?v=m7St5UhYUCE Þetta er bara hið skemmtilegasta lag og alveg þess virði að hlusta á það. Ég læt hér fylgja nafnið á höfuðborginni, skrifað með Thailensku letri. กรุงเทพมหานคร อมรรัตนโกสินทร์ มหินทรายุธยา มหาดิลกภพ นพรัตนราชธานีบูรีรมย์ อุดมราชนิเวศน์มหาสถาน อมรพิมานอวตารสถิต สักกะทัตติยวิษณุกรรมประสิทธิ์ Takk fyrir að lesa. Kjarri - thaiiceland

© thaiiceland - webs